Borðbúnaður sem kveikir í þér

Hvíta rifflaða matarstellið frá Royal Copenhagen er klassískt og einstaklega …
Hvíta rifflaða matarstellið frá Royal Copenhagen er klassískt og einstaklega glæsilegt – þar sem minimalísminn ræður för. Matarstellið má nota jafnt til hversdagsrétta sem og spari. Mbl.is/Royal Copenhagen

Það fer allt eft­ir því hvernig við horf­um á hlut­ina, því borðbúnaður get­ur svo sann­ar­lega kveikt elda við mat­ar­borðið ef við velj­um réttu hlut­ina á borðið. Fal­leg glös, osta­bakk­ar, lif­andi kerti og blóma­vas­ar eru allt part­ur af stemn­ing­unni og kveikja á lyst­inni eða lost­an­um ef út í það er farið. Hér eru nokk­ar vel vald­ar vör­ur sem okk­ur finnst vera við hæfi.

Hvað er meira heill­andi en gyllt­ur borðbúnaður? Hér eru hnífa­pör fram­leidd með tít­ani og meðhöndluð með raf­magni til að ná fram gyllta litn­um – og þola þannig mikla notk­un og uppþvotta­vél án þess að sjá­ist á þeim. Þessi fal­legu hnífa­pör fást HÉR.

Mbl.is/​Kokka

Lögu­leg karafla og glös á fæti í reyklituðu gleri og fæst HÉR.

mbl.is/​Tom Dixon

Það má sann­ar­lega gæla við mat­inn með prjón­um sem þess­um sem fram­leidd­ir eru úr bambus. Fást HÉR.

mbl.is/​Kokka

Svört og sexí! Þessi glös eru frá Frederik Bag­ger, krist­al­skóng­in­um sjálf­um og fást HÉR.

mbl.is/​Frederik Bag­ger

Olíu­borið eik­ar bretti frá þýska fram­leiðand­an­um APS. Brettið er með stömu und­ir­lagi og stafl­ast vel. Fæst HÉR.

Mbl.is/​Vogue

Við elsk­um góð mar­melaði og þessi hér fást með ýms­um bragðefn­um. Fá­an­leg HÉR.

mbl.is/​Ernst

Há og grönn! Karafla frá Georg Jen­sen með litl­um viðartappa sem tapp­ar af vatnið. Fæst HÉR.

Mbl.is/​Georg Jen­sen

Lögu­leg kokteil­aglös sem þetta eru alltaf að slá í gegn. Þessi gull­fal­legu glös fást HÉR.

mbl.is/​Utopia

Einn sá fal­leg­asti! Blóma­vasi frá hús­gagna­fram­leiðand­an­um Fritz Han­sen og fæst HÉR

Mbl.is/​Fritz Han­se
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka