Það fer allt eftir því hvernig við horfum á hlutina, því borðbúnaður getur svo sannarlega kveikt elda við matarborðið ef við veljum réttu hlutina á borðið. Falleg glös, ostabakkar, lifandi kerti og blómavasar eru allt partur af stemningunni og kveikja á lystinni eða lostanum ef út í það er farið. Hér eru nokkar vel valdar vörur sem okkur finnst vera við hæfi.
Hvað er meira heillandi en gylltur borðbúnaður? Hér eru hnífapör framleidd með títani og meðhöndluð með rafmagni til að ná fram gyllta litnum – og þola þannig mikla notkun og uppþvottavél án þess að sjáist á þeim. Þessi fallegu hnífapör fást HÉR.
Löguleg karafla og glös á fæti í reyklituðu gleri og fæst HÉR.
Það má sannarlega gæla við matinn með prjónum sem þessum sem framleiddir eru úr bambus. Fást HÉR.
Svört og sexí! Þessi glös eru frá Frederik Bagger, kristalskónginum sjálfum og fást HÉR.
Olíuborið eikar bretti frá þýska framleiðandanum APS. Brettið er með stömu undirlagi og staflast vel. Fæst HÉR.
Við elskum góð marmelaði og þessi hér fást með ýmsum bragðefnum. Fáanleg HÉR.
Há og grönn! Karafla frá Georg Jensen með litlum viðartappa sem tappar af vatnið. Fæst HÉR.
Löguleg kokteilaglös sem þetta eru alltaf að slá í gegn. Þessi gullfallegu glös fást HÉR.
Einn sá fallegasti! Blómavasi frá húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen og fæst HÉR.