Eitt smartasta hönnunarhús heims sendir frá sér nýja stóla

mbl.is/Ro Collection

Húsbúnaðarfyrirtækið Ro Collection, hefur ratað oftar en einu sinni hér á matarvefinn – en við færum ykkur þau tíðindi að nú framleiða þeir líka húsgögn sem er kærkomin viðbót í vöruúrvalið.

Nýju húsgögnin samanstanda af borðum í ýmsum útfærslum sem og borðstofustólum. Þess má geta að þegar Royal Copenhagen fagnaði 20 ára afmæli borðbúnaðarins Mega Mussels, þá var einn af stólum Ro, valinn til notkunar í herferðina og í kjölfarið útnefndur sem nútímaklassík.

En hvað er klassík? Jú, það er þegar form og fagurfræði haldast í hendur og eru tímalaus. Jafnframt þurfa gæði að vera svo góð að varan endist í mörg ár og út ævina ef svo má segja.

Það er einmitt það sem Ro Collections ætla sér að gera með komandi húsgagnalínu – vörur sem fólk elskar að hafa heima hjá sér í áraraðir.

Ro Collection hefur tekið vaxtakipp og framleiðir nú líka húsgögn.
Ro Collection hefur tekið vaxtakipp og framleiðir nú líka húsgögn. mbl.is/Ro Collection
mbl.is/Ro Collection
mbl.is/Ro Collection
mbl.is/Ro Collection
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert