Nýjar myndir af neðansjávarveitingastaðnum

Það þarf ekki að leita lengra en til Noregs til að finna stórkostlegan neðansjávarveitingastað, hannaður af Studio Snøhetta.

Veitingastaðurinn kallast Under og var opnaður fyrir þremur árum síðan. En síðan þá hefur staðurinn tekið miklum breytingum neðansjávar og aðlagað sig að sjávarlífinu þar sem gróður og þari hefur fest sig við húsveggi. Staðurinn er um 500 fermetrar að stærð og líkist einna helst stórum kafaragleraugum undan strönd Lindesnes. Þess má geta að Under er stærsti neðansjávarveitingastaðurinn í heiminum.

Staðurinn fær frábærar umsagnir á TripAdvisor og er klárlega þess virði að heimsækja.

mbl.is/Studio Snøhetta
Það er mögnuð upplifun að njóta matarins neðansjávar.
Það er mögnuð upplifun að njóta matarins neðansjávar. mbl.is/Studio Snøhetta
mbl.is/Studio Snøhetta
mbl.is/Studio Snøhetta
mbl.is/Studio Snøhetta
mbl.is/Studio Snøhetta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert