Danskar vínekrur sem vert er að heimsækja

Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar …
Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar fólk fyrir sólríkum sumardegi.

Við þurfum ekki að leita lengra en á danska grundu til að heimsækja vínekrur. Hér finnur þú allar bestu vínekrurnar í Danmörku.

Guldbæk vin
Fjölskyldudrifinn vínbúgarður í Norður Jótlandi þar sem eigendurnir Jan og Lone, sérhæfa sig í hvítvíni. Hægt að skoða nánar HÉR.

Skærsøgaard
Rétt fyrir utan Kolding liggur Skærsøgaard með Svend Moesgaard í fararbroddi. Svend hefur lagt mikið upp úr því að Danmörk verði viðurkennt sem ‚vínland‘ og hefur gert síðustu tuttugu árin. Finna má nánari upplýsingar um búgarðinn HÉR.

Andersen Winery
Hjá Andersen Winery færðu bæði vín með búbblum og ekki – en þeir eru þekktir fyrir eplavínin sín en einnig spennandi útgáfur með rabarbara, hindberjum og sólberjum. Sjá nánar HÉR.

By Stokkebye
By Stokkebye liggur á Fjóni milli Nýborgar og Kerteminde. Þessi búgarður er ótrúlega fallegur og einblínir á lífræna framleiðslu. Víngarðinn má finna HÉR.

Barfod Vin
Arkitektarnir Povl og Lise völdu að breyta um stefnu og stimpluðu sig út úr bæjarþysinu og yfir í sveitasæluna til að gerast vínbóndar. Hér er fimm hektara jörð með guðdómlegu útsýni yfir vatnið. Hægt er að heimsækja búgarðinn og sjá nánar um opnunartíma HÉR.

Það er virkilega gaman að heimsækja vínekrur og þær eru …
Það er virkilega gaman að heimsækja vínekrur og þær eru nokkrar til í Danmörku sem vert er að prófa. mbl.is/Barfod vin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert