Danskar vínekrur sem vert er að heimsækja

Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar …
Vín er haft um hönd af ýmsum tilefnum, stundum skálar fólk fyrir sólríkum sumardegi.

Við þurf­um ekki að leita lengra en á danska grundu til að heim­sækja vín­ekr­ur. Hér finn­ur þú all­ar bestu vín­ekr­urn­ar í Dan­mörku.

Guld­bæk vin
Fjöl­skyldu­drif­inn vín­búg­arður í Norður Jótlandi þar sem eig­end­urn­ir Jan og Lone, sér­hæfa sig í hvít­víni. Hægt að skoða nán­ar HÉR.

Skærsøga­ard
Rétt fyr­ir utan Kol­d­ing ligg­ur Skærsøga­ard með Svend Moes­ga­ard í far­ar­broddi. Svend hef­ur lagt mikið upp úr því að Dan­mörk verði viður­kennt sem ‚vín­land‘ og hef­ur gert síðustu tutt­ugu árin. Finna má nán­ari upp­lýs­ing­ar um búg­arðinn HÉR.

And­er­sen Winery
Hjá And­er­sen Winery færðu bæði vín með búbbl­um og ekki – en þeir eru þekkt­ir fyr­ir epla­vín­in sín en einnig spenn­andi út­gáf­ur með rabarbara, hind­berj­um og sól­berj­um. Sjá nán­ar HÉR.

By Stokk­e­bye
By Stokk­e­bye ligg­ur á Fjóni milli Ný­borg­ar og Kertem­inde. Þessi búg­arður er ótrú­lega fal­leg­ur og ein­blín­ir á líf­ræna fram­leiðslu. Víng­arðinn má finna HÉR.

Bar­fod Vin
Arki­tekt­arn­ir Povl og Lise völdu að breyta um stefnu og stimpluðu sig út úr bæj­arþys­inu og yfir í sveita­sæl­una til að ger­ast vín­bónd­ar. Hér er fimm hekt­ara jörð með guðdóm­legu út­sýni yfir vatnið. Hægt er að heim­sækja búg­arðinn og sjá nán­ar um opn­un­ar­tíma HÉR.

Það er virkilega gaman að heimsækja vínekrur og þær eru …
Það er virki­lega gam­an að heim­sækja vín­ekr­ur og þær eru nokkr­ar til í Dan­mörku sem vert er að prófa. mbl.is/​Bar­fod vin
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert