Þetta svarthvíta kaffihús er hannað í tvívíddarlist, þar sem þykkar svartar útlínur skreyta veggi, gólf og húsgögn og er hreint út sagt geggjað.
Á Ink Café í Qatar, lítur allt út fyrir að vera teiknað með svörtum blekpenna, þar sem stólar og borð eru með svörtum brúnum. Í stað mynda á veggjum eru teikningar og útlínur af ramma, en enginn rammi er þó á veggnum. Meira segja teppamynstur er teiknað á gólfið ásamt púðum á básunum sjálfum, en staðurinn er einna sinnar tegundar í Qatar. Kaffihúsið þykir ekki bara magnað ásjónu, því kaffið og þjónustan er einnig frábær.