Græjuðu draumaþvottahúsið í bílskúrnum

Lucinda Svava ásamt eiginmanni sínum, breyttu bílskúr í þvottrými.
Lucinda Svava ásamt eiginmanni sínum, breyttu bílskúr í þvottrými. Mbl.is/Mynd aðsend

Það fer ekkert á milli mála að margir eru útsjónarsamir þegar kemur að því að breyta til á heimilinu og hagræða þannig að heimilisverkin gangi betur fyrir sig, eins og við sjáum hér í þessu þvottarými.

Lucinda Svava Friðbjörnsdóttir er ein af þeim sem taka hlutina skrefinu lengra og framkvæma. Hún endurnýtir gömul húsgögn, færir þeim nýtt líf og gerir það vel. Hún og eiginmaður hennar tóku á dögunum bílskúrinn í gegn og bjuggu þar til dýrindis þvottahús og fengum að skyggnast á bak við tjöldin.

„Íbúðin okkar er á einni hæð þar sem ekki var gert ráð fyrir þvottahúsi nema í bílskúrnum. Við fórum því af stað og tókum bílskúrinn í nefið eins og sagt er á góðri íslensku. Hugmyndin er okkar en við vorum búin að eyða töluverðum tíma í skúrnum og velta því mikið fyrir okkur hvernig við ætluðum að hafa hann. Við vildum eiga góðan skúr sem að hægt væri að keyra bílinn inn í á veturna, og hafa líka fallegt og snyrtilegt þvottarhús.“, segir Lucinda Svava.

Glæsileg útkoma á þvottarýminu.
Glæsileg útkoma á þvottarýminu. Mbl.is/Mynd aðsend

Innréttingin geymir ísskáp og frysti
Innréttingin er frá HTH og var það maðurinn hennar Lucindu sem léta hanna innréttinguna með öllu, innibyggðum ísskápi og frysti – og eins góðum skúffum fyrir neðan þvottavélarnar. „Það er líka góður vaskur og fullt af skápaplássi í innréttingunni fyrir verkfærin hans. Það er æðislegt að vera með auka ísskáp og frysti í skúrnum,“ segir Lucinda Svava og bætir því við að ferlið hafi ekki tekið langan tíma frá því að þau byrjuðu og mæla heilshugar með strákunum hjá Epoxy verk, sem komu og tóku gólfið í gegn þar sem útkoman var nákvæmlega eins og þau vildu hafa það.

Lucinda Svava er mjög skapandi, og gerði einnig nýverið upp skáp sem kom mjög vel út. „Ég hef verið að gera ýmislegt, taka húsgögn í gegn og gera þau allskonar. Eins hef ég verið að mála eða spreyja minni hluti eins og t.d. lampa, styttur, kertastjaka og margt annað sem hefur dottið upp í hendurnar á mér. Ég hef mjög gaman af því að skapa eitthvað nýtt úr allavega hlutum. Hausinn á mér er alltaf á fleygi ferð. Stundum er ég  ekki vinsælasta manneskjan á heimilin,“ segir Lucinda Svava að lokum og hlær.

Bílskúrinn eins og hann leit út fyrir breytingar.
Bílskúrinn eins og hann leit út fyrir breytingar. Mbl.is/Mynd aðsend
Borðstofuborð sem Lucinda færði í nýjan búning.
Borðstofuborð sem Lucinda færði í nýjan búning. Mbl.is/Mynd aðsend
Skenkur sem Lucinda fann í Góða hirðinum og gerði upp.
Skenkur sem Lucinda fann í Góða hirðinum og gerði upp. Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert