Geggjað útieldhús í Kelduhverfi

mbl.is/Mynd aðsend

Guðni Braga­son og fjöl­skylda smíðuðu æðis­legt útield­hús sem þjón­ar ómæld­um sam­veru­stund­um all­an árs­ins hring. Hér er ekki bara eld­hús að finna, því húsið geym­ir einnig sturtuaðstöðu sem þykir ómiss­andi.

Guðni seg­ir í sam­tali að stór­fjöl­skyld­an eigi reit í landi að Sult­um í Keldu­hverfi en hafa ekki getað nýtt sem skildi - þau ákváðu því að fara út í þess­ar fram­kvæmd­ir til að nýta landsvæðið. „Hug­mynd­in að ráðast í þetta verk­efni, kviknaði sum­arið 2020 og hóf­umst við svo handa síðastliðið sum­ar”, seg­ir Guðni og bæt­ir við; „Fyr­ir­mynd­in að eld­hús­inu var svo sum eng­in, þetta varð til í hausn­um á mér og við vor­um ekki með nein­ar teikn­ing­ar í hönd­un­um - en feng­um ráðlegg­ing­ar og hjálp frá góðum vin­um”, seg­ir Guðni.

Guðni og fjölskylda smíðuðu glæsilega eldhúsaðstöðu í sveitinni.
Guðni og fjöl­skylda smíðuðu glæsi­lega eld­húsaðstöðu í sveit­inni. mbl.is/​Mynd aðsend

Fengu áferðina á viðinn með því að brenna hann
„Efniviður­inn sem við notuðum hér, er hefðbund­inn fyr­ir utan klæðning­arn­ar að utan og inni á baðher­berg­inu. Þar klædd­um við veggi með harðpar­keti og báru­járni og nýtt­um af­ganga í loftið, þá timb­ur og báru­járn. Að utan vild­um við hafa þetta að mestu viðhalds­frítt og klædd­um húsið með euro brett­um sem við rif­um niður, brennd­um viðinn og bár­um síðan á með glæru lakki með smá hvítu út í. Þerruðum því svo létt yfir með tusku og út­kom­an varð bara ansi flott! Eins er inn­rétt­ing­in smíðuð úr brett­um og bekkplat­an er úr viroc efni”, seg­ir Guðni.

Guðni seg­ir þau fjöl­skyld­una vera afar ánægð með út­kom­una og notið þess til hins ítr­asta að eyða þar góðum stund­um. „Það er frá­bært að hafa þetta allt á staðnum - grill, pít­sa­ofn, upp­vösk­un­ar aðstöðu og tala nú ekki um að kom­ast í heita sturtu”, seg­ir Guðni. „Sult­ar landið er ein­stakt og njót­um við þess að vera þar – þetta er okk­ar para­dís. Hér hef­ur t.d. verið hald­inn Sult­ar markaður sem hef­ur mælst vel fyr­ir og frá­bært hvað fólk er dug­legt að mæta. Þann 20. ág­úst n.k verður ein­mitt hald­inn markaður og hvetj­um við fólk til að koma og fá sér kaffi, kaupa hand­verk og skoða sig um”, seg­ir Guðni að lok­um.

mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka