Nýr og stórglæsilegur Michelin-veitingastaður

Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson

Nú hafa Svíar toppað sig með nýjum Michelin veitingastað, sem staðsettur er á vínbúgarði.

Staðurinn kallast Äng og er hannaður af snillingunum hjá Norm Architects – en veitingastaðurinn er í glerhýsi og geymir stórkostlegan vínkjallara á miðri landekru, eða einni þeirri stærstu í Svíþjóð. Glerbyggingin er eins og gróðurhús, með stálbitum sem halda húsinu uppi og mynda að sama skapi fallegt form úr fjarlægð. Hugmyndin er sú að gestum finnist þeir vera staddir úti á akri undir berum himni og finni fyrir fjarlægðinni frá borginni.

Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson

Innréttingarnar eru vönduð smíði eins og við var að búast – eins eru eikarhúsgögn frá japanska framleiðandanum Karimoku sem setja einstakan svip á staðinn. Og víðsvegar um veitingastaðinn má sjá listaverk eftir danska hönnuðinn Söru Martinsen, sem útfærði verkin úr efni sem hún fann víðsvegar um skóginn á svæðinu. En það er hér á þessum stað sem þú fyllir skynfærin af bragði, lykt, hljóði, ljósi og hönnun.

Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson

Á Äng má einnig finna leyndar dyr sem leiða þig að lyftu og taka þig með niður í dimman kjallara – þar sem gestir geta gætt sér á úrvals víni sem ræktað er í túninu þar heima. Fyrir áhugasama, þá má skoða staðinn nánar HÉR.

Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson
Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson
Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson
Mbl.is/Jonas Bjerre Poulson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert