Klassískt carbonara-pasta með eðalbeikoni

Ljósmynd/Linda Ben

Nú fer að bresta á með haustlægðunum og öllum þeim unaðslegu kósíkvöldum sem þeim fylgja. Þá er fátt betra en að gæða sér á góðum mat og ekki spillir fyrir ef hann er löðrandi í parmesanosti og beikoni. Hér erum við með uppskrift að dýrindis carbonara-pasta frá Lindu Ben þar sem hún notar eðalbeikon og heilt fjall af parmesan. Réttur sem getur hreinlega ekki klikkað.

Klassískt carbonara-pasta með eðalbeikoni

  • 450 g tagliatelle frá Barilla
  • 130 g eðalbeikon frá SS
  • 50 g smjör
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 4 egg
  • 150 g rifinn parmesan (+ meira til að setja yfir pastað þegar það er tilbúið)
  • salt og pipar
  • fersk basilíka
Aðferð:
  1. Setjið vatn í stóran pott og náið upp suðunni.
  2. Skerið beikonið í bita og steikið á pönnu þar til það er eldað í gegn og byrjað að brúnast örlítið.
  3. Setjið salt og pasta í sjóðandi vatnið og sjóðið í 6 mín. eða þar til það er nánast alveg soðið en ennþá smá bit í því.
  4. Bætið þá smjörinu út á pönnuna, merjið hvítlauksgeirana með hníf svo þeir opnist og bætið á pönnuna, leyfið þessu að malla í svolitla stund þannig að bragðið úr hvítlauknum fari í smjörið og beikonið.
  5. Setjið eggin í skál og hrærið saman.
  6. Rífið parmesaninn niður og bætið út í eggin ásamt salti og pipar.
  7. Þegar pastað er tilbúið takið þá hvítlaukinn upp úr pönnunni, slökkvið á hitanum undir og bætið pastanu út á pönnuna, hrærið saman.
  8. Hellið eggjablöndunni út á pastað og hrærið strax saman, eggjablandan á að þykkna aðeins en ekki verða kekkjótt. Bætið við pastavatni, u.þ.b. 2 msk í einu, og hrærið saman við ef sósan er of þykk.
  9. Berið fram með meira af parmesan, pipar og fersku basil.
Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert