Svona felur þú snúrur í eldhúsinu

Hér má ekki sjá glitta í neinar snúrur.
Hér má ekki sjá glitta í neinar snúrur. mbl.is/Pricerunner

Gjörið svo vel gott fólk – lausnin við snúruvandanum í eldhúsinu er leyst með lítilli græju sem kostar örfáar krónur.

Snúrur á hrærivélinni, brauðristinni, kaffivélinni eða öðru sem við geymum upp á borðum – eiga það til að flækjast of mikið fyrir okkur. En sem betur fer eru til snillingar þarna úti sem hugsa fyrir öllu. Hér er lítil sílikon græja sem þú festir einfaldlega á vélina þína og þú vefur snúrunni utan um til að hún haldist snyrtilega á sínum stað. Eins má setja festinguna beint á veggflísarnar ef því er að skipta. Þessi litla hagnýta græja er fáanleg í sex mismunandi litum og kostar litlar 1.400 krónur og fæst HÉR.

mbl.is/Amazon
mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka