Nýi veitingastaðurinn fær glimrandi dóma

Martha Stewart opnar veitingastað í Las Vegas.
Martha Stewart opnar veitingastað í Las Vegas. Mbl.is/Palm + Ocean Digital

Eins og við höfum áður fjallað um er hin eina sanna Martha Stewart búin að opna veitingastað í Las Vegas sem kallast The Bedford.

Veitingastaðurinn er undir afar frönskum áhrifum en eins og fram kemur í umfjöllun Food & Wine þá er ekkert sérstakt í gangi þar sem hægt er að kenna staðinn við – annað en sjálf Martha Stewart. Engu að síður gengur staðurinn fullkomlega upp. Hann er notalegur, maturinn er góður og andi Stewart umlykur allt.

Viðtökurnar hafa verið framúrskarandi og hrósa netverjar sem og fjölmiðlar, staðnum í hástert. Það er því ljóst að það er aldrei of seint að skella sér í veitingabransann en Martha fagnaði 81 árs afmæli sínu á dögunum eins og kunnugt er.

The Bedford rúmar hvorki meira né minna en 194 gesti í sæti og verður boðið upp á árstíðarbundinn matseðil. Innréttingarnar eru svo til þær sömu og sjá má heima hjá Mörthu sjálfri í Bedford, New York – og þaðan er nafn staðarins dregið. Eldhúsið er með hvítum marmaraborðplötum og hangandi koparpottum, og hér má einnig finna verönd sem er staðsett undir fölskum himni og þemasvæði spilavítis.

Fyrir utan girnilega rétti má einnig njóta með einn Martha-tini kokteil við hönd, sem er búinn til úr frosnum granateplum og þykir afskaplega ljúffengur. Þeir sem eiga leið hjá spilaborginni Las Vegas og vilja taka staðinn út, geta pantað borð HÉR.

Mbl.is/Palm + Ocean Digital
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert