Hér bjóðum við ykkur upp á nokkur góð bakstursráð hvernig best sé að skreyta kökur. Því fyrir suma getur það reynst flókið verk á meðan aðrir mastera slíkt á skotstundu – en vilja kannski innblástur í eitthvað nýtt.
Skreyta með smjörkremi
Með kökustútum er hægt að útfæra alls kyns blóm og munstur með smjörkremi einu saman.
Skreyta með berjum
Ber og ferskir ávextir eru fallegt skraut á kökur, fyrir utan að vera bragðgott. Kökur sem skreyttar eru með ferskum berjum eða smákökum, er gott að bera fram innan tveggja stunda frá því að kakan er skreytt.
Skreyta með nammi
Sælgæti er nánast ómissandi á kökur – því nammikökur eru alltaf vinsælar í öllum afmælum og ekki að ástæðulausu. Þær verða líka svo litríkar og skemmtilegar að sjá.