Bestu ráðin til að skreyta kökur

mbl.is/Getty

Hér bjóðum við ykkur upp á nokkur góð bakstursráð hvernig best sé að skreyta kökur. Því fyrir suma getur það reynst flókið verk á meðan aðrir mastera slíkt á skotstundu – en vilja kannski innblástur í eitthvað nýtt.

Skreyta með smjörkremi
Með kökustútum er hægt að útfæra alls kyns blóm og munstur með smjörkremi einu saman.

  • Hringlaga stútar gefa þér línur og punkta – sem hentar vel til að skrifa texta með.
  • Stjörnulaga stútar gefa þér stjörnur, skeljar, blóm, skrautlega borða og rósettur.
  • Lauf-laga stútar eru notaðir til að búa til hin fullkomnu laufblöð.
mbl.is/Getty

Skreyta með berjum
Ber og ferskir ávextir eru fallegt skraut á kökur, fyrir utan að vera bragðgott. Kökur sem skreyttar eru með ferskum berjum eða smákökum, er gott að bera fram innan tveggja stunda frá því að kakan er skreytt.

  • Notið heil lítil ber á kökur í stað þess að skera þau niður.
  • Niðurskorinn ávöxt.
  • Pekan-, kasjú- eða valhnetu helminga.
  • Möndlurflögur
  • Saxaðar heslihnetur eða pistasíuhnetur.
  • Ristaðar kókosflögur.
  • Litlar súkkulaðismákökur.
mbl.is/Getty

Skreyta með nammi
Sælgæti er nánast ómissandi á kökur – því nammikökur eru alltaf vinsælar í öllum afmælum og ekki að ástæðulausu. Þær verða líka svo litríkar og skemmtilegar að sjá.

  • Lítil súkkulaðistykki eru fullkomin á kökur.
  • Súkkulaðihúðaðar hnetur eða rúsínur.
  • Jelly beans
  • Gúmmíbangsar
  • Lakkrísræmur
  • Piparmyntustangir
  • Mulið Maltesers
  • Sykraðir ormar
mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert