Absolut kynnir nýja herferð

Nýja herferðin hjá Absolut er litrík og skemmtileg.
Nýja herferðin hjá Absolut er litrík og skemmtileg. mbl.is/Absolut

Ný herferð var kynnt nú á dögunum af vodkaframleiðandanum Absolut – en herferðin ber nafnið „The World of Absolut Cocktails. Born to Mix“.

Herferðin mun standa yfir og stækka til margra ára. Hér vilja menn hvetja fólk sem er víðsýnt, forvitið og bjartsýnt, að koma saman og blanda nýjum hugmyndum af drykkjum í glas. Í fréttatilkynningu segir; „Absolut er vörumerki sem leitast við að leiða fólk saman og fagna því sem gerir hvert okkar einstakt og þessi herferð er framhald af því“. The World of Absolut Cocktails er næsta þróun í sögu vörumerkisins um að búa til herferðir sem tala til kynslóðir, en vínframleiðandinn hefur þótt höfða til poppmenningarinnar með skemmtilegum auglýsingum í gegnum tíðina.

The World of Absolut Cocktails eru með kokteila fyrir alla:

  • Cosmopolitan er fyrir smekkmanninn, jafnvel listatýpuna.
  • Espresso Martini er fyrir þann líflega og vekur athygli.
  • Bloody Mary er fyrir trausta vininn, sem reynir ekki of mikið á sig.
  • Lemonade er fyrir þann sem elskar að skemmta sér.
  • Madras er fyrir þann sem kemur alltaf fyrstur í partíið og er líka sá síðasti sem fer.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert