Aktu taktu og Dropp í samstarf

„Aktu taktu hefur verið í mikilli sókn undanfarin misseri og það má segja að lúgan hafi aldrei verið heitari. Þess vegna finnst okkur virkilega gaman að hefja samstarf við Dropp, þú getur bókstaflega droppað við og sótt sendinguna þína í lúguna,” segir Jóhannes Ásbjörnsson, talsmaður Gleðipinna.

Dropp hefur verið í miklum vexti frá stofnun og íslenskir neytendur sjá í síauknum mæli kosti þess að geta sótt vörur á staði sem henta þeim og þeirra ferðum dags daglega. Dropp hjálpar þannig netverslunum að afhenda vörur sínar hratt og örugglega á einfaldan hátt. „Það er virkilega ánægjulegt að Aktu taktu í Garðabæ sé orðinn Dropp staður. Aktu taktu er á nokkrum lykilstaðsetningum í Reykjavík og það verður gaman að bæta fleiri stöðum í afhendingarnetið á næstunni,” segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert