Við fáum ekki nóg af hringlaga borðum - enda bæði praktísk og ofursmart að okkar mati. Hér eru nokkur hringlaga borð fyrir þá sem vantar innblástur í slíkt, eða vilja hreinlega gleðja augað með fallegum myndum af borðstofum.
Fallegt tréborð frá meisturum Gubi.
mbl.is/Gubi
&tradition lætur ekki sitt eftir liggja með gullfallegri hönnun frá árinu 1956, hannað af Hvidt & Mölgaard.
mbl.is/&tradition
Borðið frá Træfolk er lekkert, og er fáanlegt í hnotu eða eik.
mbl.is/Træfolk
Tímalaus hönnun í marmaraborði frá Fritz Hansen.
mbl.is/Fritz Hansen
Ellos Home er með puttann á púlsinum og frir okkur þetta borð hér.
mbl.is/Ellos Home
Sinatra Dining heitir þetta borð hér frá Frama - með marmaraplötu og korkfæti.
mbl.is/Frama
Hringlaga borð sem er létt ásjónu og með innbyggðri framlengingu frá Canett.
mbl.is/Canett
Hér geta átta manns auðeldlega sitið saman til borðs. En þetta borð er frá Muubs.
Mbl.is/Muubs