Skálin frá Georg Jensen á sér sögu

Það er saga á bak við hverja vöru, hvort sem hún ferðast á milli landa af plantekru á fjarlægum slóðum eða úr verksmiðju í nærliggjandi löndum. Það á einnig við um jarðaberaskálina frá Georg Jensen.

Vörurnar frá Georg Jensen einkennast að mestu leiti af einfaldleika og mjúkum línum – en flestar vörurnar þeirra eru framleiddar úr ryðfríu stáli sem er þeirra aðalsmerki. Vörulínan Indulgence lyftir hversdagslegum hlutum upp í litla lúxusupplifun, eins og þessi tiltekna skál hér sem kallast jarðaberaskálin. Skálin er með einstaklega lögulegar línur sem minna einna helst á fallegt blóm í fullum blóma. Það er varla hægt að ímynda sér glæstari skál til að bera fram ferska ávexti, sem er innblásin af ilmi sumarsins og bragði af köldu kampavíni svo ekki sé minna sagt. 

Jarðaberaskálin frá Georg Jensen er einstaklega löguleg.
Jarðaberaskálin frá Georg Jensen er einstaklega löguleg. mbl.is/Georg Jensen
mbl.is/Georg Jensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert