Ofur-smart veitingastaður í Madrid

Sjávarréttastaðurinn Desde 1911, þykir með þeim flottari í Madrid.
Sjávarréttastaðurinn Desde 1911, þykir með þeim flottari í Madrid. Mbl.is/Desde1911.es

Þegar veitingastaður sameinar allt það besta á einum stað - kallast það þá fullkomnun? Nýverið opnaði einstaklega smekklegur veitingastaður á Spáni sem kallast Desde 1911.

Staðurinn er staðsettur í Madrid og býður einna helst upp á fiskrétti í stóru, opnu og björtu rými. En við strendur Spánar má finna mikið af ferskum fiski sem fluttur er beint á veitingahúsin í borginni. Hér má einnig sjá einstaklega lögulega borðstofustóla frá Gubi, er kallast C-Chair. Stólarnir eru léttir að sjá með handofnu basti á baki og sessu, og dökkbrúnum viðarfótum. 

Þess má geta að veitingastaðurinn hlaut fyrr á árinu verðlaun frá Tapas Magazine, sem mest spennandi nýi veitingastaðurinn á árinu og ber þann titil sannarlega með rentu. Þeir sem vilja skoða staðinn nánar, geta gert það HÉR. 

Einstaklega fallegir stólar frá Gubi.
Einstaklega fallegir stólar frá Gubi. Mbl.is/Desde1911.es
Mbl.is/Desde1911.es
Mbl.is/Desde1911.es
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert