Það er ekki oft að við rekumst á eitthvað sem slær okkur algjörlega út af laginu en það gerist endrum og eins. Þetta kaffihús kallast Bing Ting Cafe og er algjörlega galið. Litapallettan er ótrúleg sem og mynstrin á veggjunum.
Kaffihúsið er staðsett í Kingston-upon-Hull í Bretlandi og er hannað af Studio Sam Buckley. Hér má finna kínverskan götumat í gamallli byggingu sem áður hýsti kjötverslun. Allar upprunalegu flísarnar fengu að halda sér sem og litapallettan sem skreytti fyrri verslun.
Það má með sanni segja að hér sé um einstakan stíl og karakter að ræða – og vel þess virði að heimsækja ef einhver er á faraldsfæti.