Það fer ekkert á milli mála að við viljum allan þann fróðleik og heilaga sannleika er kemur að þvottaráðum. Því blettir og annar óþrifnaður er á bannlista í þvottahúsinu – ef svo má segja.
Erfiðir olíublettir
Til að losna við erfiða olíubletti eftir t.d. pestó eða annað – þá er best að hella uppþvottalögi yfir blettinn og matarsóda áður en flíkin fer í þvott. Og bletturinn skolast auðveldlega burt.
Blettir eftir farða
Hér er aðferð sem allar konur ættu að kunna, því farði festist svo auðveldlega, t.d. í hálskraganum á spjörunum. Til að losna auðveldlega við farða úr fötum er best að maka raksápu á blettinn og þurrka svo vel með rökum klút eða setja í þvottavél.