J.C. Architecture hafa hannað óvenjulegan veitingastað í Taiwan er kallast ‚The Moving Kitchen‘ sem veitir óvænta upplifun, þá ekki bara í mat og drykk – því staðurinn er á hjólum.
Veitingastaðurinn rúmar 54 gesti og er staðsettur inn í gamalli lest sem hefur verið fagmannlega breytt í glæsilegt veitingahús. Hér er fullbúið eldhús, bar, setustofa og sætaskipan fyrir ýmist tvo til fjóra. Vagninn var alls ekki í góðu ásigkomulagi en hefur nú tekið heilmiklum stakkaskiptingum, þar sem innréttingarnar eru sæmandi fyrir stað sem þennan. Svart, gyllt og bast er það sem við sjáum glitta fyrir augum – ásamt viðarklæddu lofti og teppalögðum gólfum sem gefa hlýleikann í rýmið. Við erum nokkuð sannfærð um að þarna sé gaman að koma og kitla bragðlaukana.