Hér er aðferð fyrir þá sem nenna ekki að leggja of mikið á sig til að þrífa ofninn – en vilja samt sem áður að þrifin verði áhrifarík. Því þú þarft ekki alltaf að skrúbba mjög fast eða mikið til að fá bestu úrslitin í hreinan bakaraofn.
Svona þrífur þú ofninn
- 1 bolli matarsódi
- ¼ bolli uppþvottalögur
- Skvetta af vatni til að blanda öllu saman.
- Setjið blönduna á helluborðið eða ofninn og látið standa í 2 tíma. Hér væri sniðugt að nota málningarpensil til að smyrja blöndunni á.
- Notið hreina tusku til að þurrka óhreinindin af og þú munt horfa á ofninn taka breytingum til hins betra.