Viðurkenndi að hafa fengið hugmyndina á Íslandi

Danski djúpuþjófurinn Johan Bülow.
Danski djúpuþjófurinn Johan Bülow. Ljósmynd/Johan Bülow

Eitt mesta hita­málið á sam­fé­lags­miðlum þessa dag­ana er meint­ur stuld­ur Johans Bülow á ís­lensku hug­viti en á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins er því haldið fram að hann hafi fengið hug­mynd­ina að því að súkkulaðihúða lakk­rís sem hafi þótt bylt­ing­ar­kennd hug­mynd á þeim tíma. 

Það stenst þó ekki, þar sem Íslend­ing­ar voru ljós­ár­um á und­an, eins og fram kom í sam­tali mbl.is við Snorra Pál Jóns­son, fram­kvæmda­stjóra Kólus, á föstu­dag.

Pét­ur Thor Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Freyju, bætti svo um bet­ur í viðtali við Ísland í bítið í morg­un.

Oft ferðast til Íslands

Pét­ur bend­ir þar á að Bülow hafi fengið hug­mynd­ina að súkkulaðihúðuðum lakk­rís­kúl­um í heim­sókn til Íslands, þar sem hann bragðað á Djúp­um, sem komu á markað árið 2002.

„Hann sagði þessa sögu, er hætt­ur að segja hana núna, en sagði frá því að hann fékk hug­mynd­ina hér. Ég tek ekk­ert frá hon­um, hann vinn­ur frá­bært verk og ger­ir flotta hluti,“ seg­ir Pét­ur.

„Hann hef­ur ferðast oft til Íslands, elsk­ar Ísland og allt það. Hann fær hug­mynd­ina að vör­unni sinni hér. Smakk­ar Djúp­ur og seg­ir: „Heyrðu, ég ætla að fara til Dan­merk­ur og ég ætla að búa þetta til þarna.““

Leik­ar­inn Vil­helm Neto vakti meðal ann­ars at­hygli á þessu máli, sem hreyft hef­ur hressi­lega við þjóðarsál­inni en sú sem fyrst vakti at­hygli á þessu og upp­skar heim­boð til Bu­low í kjöl­farið var Íris Björg Þor­valds­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert