Eitt skemmtilegasta hótel Kaupmannahafnar, þar sem iðandi mannlíf og gleði er daglegt brauð - var að opna vínbar.
Hótelið heitir Coco Hotel og er fjögurra stjörnu butique hótel í Parísarstíl með Kaupmannahafnarbrag. Hótelið er þekkt á meðal Íslendinga sem reka gjarnan inn nefið í leit að góðri tónlist, umhverfi og drykkjum og það ekki að ástæðulausu, enda erum við afar ratvís á góða staði sem bjóða upp á mat og drykk. Á hótelinu var að opna nýr vínbar er kallast því einfalda nafni Bar á Vin - en þar má finna yfir 150 vín á lista og eins glasalista með yfir 30 spennandi víntegundum.
Hér getur þú notið drykkjanna undir berum himni, eða setið inni á fallega barnum þeirra. Eins má gæða sér á smáréttum, þá frönskum ostum, ítölskum fingramat, ostrum, tartar ofl. Og þess má einnig geta að hótelið hlaut þann heiður að vera útnefnt af Travel + Leisure, sem besta hótel Kaupmannahafnar.