Johan Bülow biður Íslendinga afsökunar

Johan Bulow eða danski djúpuþjófurinn eins og gárungarnir kalla hann …
Johan Bulow eða danski djúpuþjófurinn eins og gárungarnir kalla hann þessi dægrin.

Það hef­ur vart farið fram­hjá nein­um umræðan um stol­inn lakk­rís og höf­unda­rétt á slíku góðgæti. En lakk­rí­skóng­ur­inn sálf­ur, Joh­an Bu­low, hef­ur þetta að segja. 

Við sögðum frá því fyrr í vik­unni að á heimasíðu Lakrids by Bu­low, mætti sjá full­yrðingu um að súkkulaðihúðaður lakk­rís væri þeirra hug­mynd þegar raun­in er önn­ur. En það var fyrst vak­in at­hygli á mál­inu á Twitter, og síðan þá hafa menn skorist í leik­inn og þar á meðal for­seti vor, Guðni Th. Jó­hann­es­son. 

Joh­an sjálf­ur hef­ur svarað fyr­ir sig á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter, þar sem hann er stadd­ur í Kaup­manna­höfn og tal­ar til Íslend­inga. Þar seg­ir hann að hann eigi eng­an höf­unda­rétt á súkkulaðihúðuðum lakk­rís - held­ur hafi Joh­an fengið inn­blást­ur í sæl­gætið hér á landi sem hann svo þróaði áfram á sinn máta. Hann þakk­ar jafn­framt Íslandi fyr­ir og biður Íslend­inga af­sök­un­ar á þess­um mis­tök­um.

Jafn­framt býður hann Guðna for­seta, að ef hann eigi leið um Kaup­manna­höfn - þá sé hann vel­kom­inn í heim­sókn og að smakka á öll­um því sem lakk­rí­skóng­ur­inn hef­ur upp á að bjóða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert