Johan Bülow biður Íslendinga afsökunar

Johan Bulow eða danski djúpuþjófurinn eins og gárungarnir kalla hann …
Johan Bulow eða danski djúpuþjófurinn eins og gárungarnir kalla hann þessi dægrin.

Það hefur vart farið framhjá neinum umræðan um stolinn lakkrís og höfundarétt á slíku góðgæti. En lakkrískóngurinn sálfur, Johan Bulow, hefur þetta að segja. 

Við sögðum frá því fyrr í vikunni að á heimasíðu Lakrids by Bulow, mætti sjá fullyrðingu um að súkkulaðihúðaður lakkrís væri þeirra hugmynd þegar raunin er önnur. En það var fyrst vakin athygli á málinu á Twitter, og síðan þá hafa menn skorist í leikinn og þar á meðal forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson. 

Johan sjálfur hefur svarað fyrir sig á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem hann er staddur í Kaupmannahöfn og talar til Íslendinga. Þar segir hann að hann eigi engan höfundarétt á súkkulaðihúðuðum lakkrís - heldur hafi Johan fengið innblástur í sælgætið hér á landi sem hann svo þróaði áfram á sinn máta. Hann þakkar jafnframt Íslandi fyrir og biður Íslendinga afsökunar á þessum mistökum.

Jafnframt býður hann Guðna forseta, að ef hann eigi leið um Kaupmannahöfn - þá sé hann velkominn í heimsókn og að smakka á öllum því sem lakkrískóngurinn hefur upp á að bjóða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert