Sænski húsbúnaðarrisinn Ikea, lætur sjaldan sitt eftir liggja er kemur að því að vera með trendin á hreinu en hér kynna þeir til leiks nýja hillu undir kaffibollana í eldhúsið.
Slíkar hillur hafa þó verið vinsælar síðustu misseri og mesta furða að Ikea stökkvi fyrst á vagninn núna. Það er þó aldrei of seint, enda þykja slíkar hillur vinsælar undir kaffibolla sem og annað skraut. Nafnið á vörulínunni heitir 'SKUTSKAR', og var kynnt nú á dögunum sem nýjung fyrir haustið. Þessi hilla býr yfir þeim kostum að þú getur snúið henni á ýmsa vegu og rúmað þannig vatnskaröflu ef vill - þar sem hólfin eru stærri en við erum vön að sjá.
Hillan sjálf er úr birkikrossviði sem býður upp á að geta málað að eigin vild. Sett hana í sama lit og vegginn ef því er að skipta.