Helluborðið sem enginn getur staðist

Ljósmynd/Miele

Það er af sem áður var, er við sáum nánast eingöngu lítil u-laga eldhús en í dag eru eldhús alls konar - lítil, stór, með eyjum og í regnbogans litum. Framhliðar og borðplötur eru eflaust það fyrsta sem við byrjum að velta fyrir okkur er við hönnun nýtt eldhús, en hagnýt smáatriði hafa einnig mikil áhrif á heildarútkomuna, eins og t.d. helluborð.

Miele er með eitt slíkt helluborð sem geymir innbyggða viftu með svokallaðri ‘TwinBooster’ tækni - sem þýðir að viftan er samtengd helluborðinu og reiknar út varðandi loftsog og annað eftir því hversu margir pottar og pönnur eru á helluborðinu. Auðvelt er að þrífa helluborðið sem geymir enga upphleypta takka eða tól. Síuna í viftunni má setja beint í uppþvottavélina sem er mikill kostur. Fyrir utan tæknina, þá er helluborðið sjálft alveg gullfallegt.

Einstaklega lögulegt helluborð frá Miele.
Einstaklega lögulegt helluborð frá Miele. mbl.is/Miele
mbl.is/Miele
mbl.is/Miele
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert