Svona vildi Elísabet hafa tebollann sinn

Elísabet Bretadrottning elskaði síðdegiste.
Elísabet Bretadrottning elskaði síðdegiste. mbl.is/Getty

Á tímum sem þessum er eina vitið að hugga sig yfir tebolla – rétt eins og Elísabet Englandsdrottning var vön að gera. En að sögn fyrrum konungslegs matreiðslumanns, Darren McGrady, þá elskaði drottningin fátt meira en síðdegiste.

Að sögn Darrens, þá drakk Elísabet yfirleitt Earl Grey og var ein af uppáhalds máltíðunum hennar, ef svo mætti segja – og bollans naut hún oftast með lítilli súkkulaði-eclair köku. Te drottningarinnar kom frá fyrirtækinu Twinings, sem hlaut ’Royal Warrant’ árið 1901, eða löngu áður en Elísabet tók við hásætinu. Og hefur Twinings séð konungsfjölskyldunni fyrir tei síðan þá. Drottningin óskaði ætíð eftir því að fá skvettu af mjólk út í bollann og engan sykur. Eins vildi hún að teið væri búið til í tepotti, og yrði að vera sjóðandi heitt.

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér af hverju Twinings nafnið hljómar kunnuglega þá var það uppáhalds te Anastasiu Steele í Fifty Shades of Grey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert