Í heimsborginni Mílanó er þekktur gosbrunnur sem á sér skemmtilega sögu - en hann dregur útlit sitt af köku.
Það er ýmislegt sem vekur áhuga okkar á flakki um heiminn - sama hvort við vöfrum um á netinu eða mætum á staðinn. Í Mílanó má finna gosbrunninn Fontana di Piazza Castello, sem er staðsettur beint fyrir utan höllina Castello Sforzesco. Fyrstu smíðin á gosbrunninum voru gerð fyrir heimsókn Mussolini árið 1936 og var strax kallaður brúðarterta fyrir einstaka lögun sína. Sumir vilja meina að ef þú kastar krónu í brunninn, þá séu miklar líkur á að bónorð banki upp á. Kannski þess virði að prófa?