„Ef þú ert á hraðferð þegar kemur að kvöldmatnum en vilt engu að síður slá í gegn þá er þessi súpa fullkomin!“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa tímamóta snilld sem elduð er í ofni.
„Það er einfalt að leika sér með pakkasúpur til að flýta fyrir eldamennskunni og þessi ofnbakaða súpa með brauðteningum er algjört lostæti.
Ofnbökuð tómatsúpa
Fyrir 4-6 manns
Tómatsúpa
- ½ laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1300 ml vatn
- 400 ml rjómi
- 2 pakkar TORO tómatsúpa (bréf)
- Salt og pipar Cheyenne pipar
- Brauðteningar (sjá uppskrift að neðan)
- Rifinn ostur
- Ferskt timian
Aðferð:
- Ólífuolía til steikingar
- Hitið ofninn í 200°C grill/blástur.
- Saxið laukinn smátt niður og steikið við meðalháan hita þar til hann mýkist, kryddið til með salti og pipar.
- Hellið þá vatni + rjóma í pottinn og hrærið súpubréfunum saman við, leyfið að malla stutta stund.
- Kryddið til eftir smekk.
- Setjið súpu í litlar skálar, setjið góða lúku af brauðteningum yfir og þá rifinn ost.
- Bakið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast og stráið þá fersku timian yfir og njótið.
Brauðteningar
- 1 x súrdeigs snittubrauð skorið í teninga
- Ólífuolía
- Flögusalt
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C grill/blástur.
- Dreifið úr brauðteningunum á bökunarplötu.
- „Drisslið“ smá ólífuolíu yfir og næst smá salti.
- Bakið/grillið í ofninum í nokkrar mínútur eða þar til teningarnir fara aðeins að gyllast.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir