Vinir grænu jólatertunnar á Facebook, eru farnir að telja niður en það er nokkuð ljóst að eftirvæntingin er orðin mikil eftir því að ein vinsælasta jólkakaka landsins detti í verslanir.
Í grúppunni 'Vinir grænu jólatertunnar' á Facebook eru tæplega tvöþúsund manns, sem allir deila því sameiginlega að elska grænu jólatertuna. Kakan er sú vinsælasta frá Myllunni sem væntanlega er byrjuð að undirbúa baksturinn fyrir þessi jólin. Þeir sem rata inn í grúppuna geta fylgst með fréttum af kökunni, athyglisverðum fróðleik um tertuna - sem og góðum ráðum um hvernig sé best að geyma tertuna til að hún endist út árið. Því allra hörðustu aðdáendurnir eru að birta myndir um hásumar er þeir njóta tertunnar með ísköldu mjólkurglasi. Samkvæmt Myllunni, er dagur jóatertunnar þann 24. október og því ekki nema rétt rúmur mánuður til stefnu.