Ítalskar kjötbollur sem bráðna í munni

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessar dýrðlegu kjötbollur koma úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eru hreint guðdómlegar, eins og flestallt sem hún eldar.

Berglind er mikill sérfræðingur í ítölskum mat þannig að það þarf ekki að koma neinum á óvart að hér eru á ferðinni kjötbollur í heimsklassa.

Ítalskar kjötbollur sem bráðna í munni

  • 50 g brauðrasp
  • 150 ml mjólk
  • 500 g nautahakk
  • 1/4 laukur, smátt saxaður
  • 2-3 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 stórt egg, léttþeytt
  • salt og pipar
  • 1 dl rifinn parmesanostur
  • 1 msk. steinselja, söxuð

Aðferð:

  1. Blandið mjólk og brauðraspi saman. Geymið í a.m.k. 5 mínútur.
  2. Blandið öllum hráefnunum saman og bætið mjólkur-raspinum saman við. Mótið bollur úr farsinu.
  3. Látið smjörpappír á ofnplötu og leggið kjötbollurnar þar á.
  4. Eldið í 200°C heitum ofni í um 20 mínútur.
  5. Berið fram með spaghettíi, pastasósu, parmesanosti og ferskri steinselju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert