Heimsins besta taco-súpa

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hér er stór yfirlýsing á ferðinni en meistari Berglind Guðmunds á GRGS fullyrðir að þetta sé heimsins besta taco-súpa.

„Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka!“ segir Berglind og við getum ekki beðið eftir að prófa uppskriftina.

Heimsins besta taco-súpa

Fyrir 3-4 manns

  • 1-2 msk. ólífuolía
  • 1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn
  • 1 paprika, smátt skorin
  • 2 dósir saxaðir tómatar
  • 1/2-1 grænt chilí, smátt saxað
  • 700 ml kjúklingasoð (eða 1 msk. kjúklingakraftur í heitt vatn)
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. cumin (ekki kúmen)
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 msk chilíduft
  • 200 g hreinn rjómaostur
  • 1/2 - 1 rifinn kjúklingur, eldaður
  • salt og pipar

Meðlæti: Til dæmis ostur, kóríander, avacado, og/eða nachos.

Aðferð:

Hitið olíu í pott og steikið lauk og papriku þar til grænmetið er farið að mýkjast.

Látið öll hráefnin að kjúklingnum, rjómaostinum, salti og pipar undanskildu í pottinn og látið malla í 5-10 mínútur.

Bætið rjómaostinum saman við og hrærið þar til hann hefur blandast saman við og bætið þá kjúklingnum út í.

Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með meðlæti að eigin vali (sjá að ofan)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert