Mexíkóska uppskriftin sem hittir í mark

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er formlega stóri tacó-dagurinn hjá okkur í dag en ekki nóg með að bjóða upp á uppskrift að heimsins bestu tacó-súpu þá bjóðum við hér upp á uppskrift að dýrindis tacó-salati.

Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld sem ætti engan að svíkja. Einfaldur, bragðgóður og skotheldur kvöldverður sem ætti að gleðja alla við matarborðið.

Súpersalat

Fyrir um 4 manns

  • 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur (um 900 g)
  • Caj P grillolía
  • 1-2 hausar rósasalat (eftir stærð)
  • 1 box kirsuberjatómatar
  • 150 g gular baunir (í dós)
  • ½ rauðlaukur
  • Nachos flögur (1/3 poki)
  • Cheddar ostur (rifinn eftir smekk)
  • Kóríander
  • Ceasar salat dressing (keypt tilbúin)
  • 1 msk. smjör til steikingar
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Marinerið kjúklingabringur í Caj P olíu í að minnsta kosti 2 klukkustundir (eða yfir nótt).
  2. Grillið við meðalháan hita í 6-7 mínútur á hvorri hlið, penslið síðan meiri grillolíu á í lokin og leyfið bringunum að standa á meðan þið útbúið salatið.
  3. Steikið gular baunir upp úr smjörinu og kryddið með salti og pipar.
  4. Skerið rósasalat niður og setjið í skál.
  5. Skerið næst tómata, rauðlauk og kóríander niður og blandið saman við salatið ásamt gulu baununum.
  6. Skerið þá kjúklingabringurnar og leggið yfir, stráið vel af cheddar osti og nachos flögum yfir allt og njótið með ceasar salat dressingu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert