Hér koma öll bestu ráðin er varðar kaffi - þá bæði hollráð og leyndarmál, svo ekki sé minna sagt.
- Ekki geyma kaffibaunirnar í frysti, láttu þær frekar í lofttæmt ílát.
- Búðu til þitt eigið sýróp, kannski með vanillu eða karamellubragði - það mun bæta kaffið til muna.
- Settu kanil út í kaffið til að fá tvist á bragðið. Eins er engifer eða kardimommur líka góðar út í baunirnar.
- Rjómi út á kaffið er æðislegur! Blandaðu smávegis af vanillu og jafnvel sykri út í, og rjóminn verður unaðslegur.
- Búðu til ísmola úr kaffi, þá áttu alltaf til kaffiklaka þegar þig þyrstir í ískaffi. Eins getur þú gert ísmola úr mjólk sem eru upplagðir út í kaffið.
- Helltu mjólk í glas með loki og hristu vel. Settu síðan glasið inn í örbylgjuofn í 30 sekúndur og þú færð hina fullkomnu froðumjólk út á kaffið.
- Til að bollinn haldi kaffinu þínu heitu og góðu, þá er ráð að setja sjóðandi heitt vatn í bollann og hella því síðan úr - þannig hefur þú hitað bollann sem tekur á móti heitu kaffinu.
- Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að næla sér í flott ferðamál sem þú getur tekið með þér í vinnuna eða á ferðina.