Forsala hafin á næst vinsælasta dagatali landsins

Vinsælasta dagatal sælkerans er lakkrísdagatalið frá Johan Bulow.
Vinsælasta dagatal sælkerans er lakkrísdagatalið frá Johan Bulow. mbl.is/Lakrids by Bulow

Það fer ekk­ert á milli mála að eitt vin­sæl­asta jóla­da­ga­tal land­ans síðustu jóla­vertíðir hafa verið kennd við súkkulaðihúðaðan lakk­rís. Eða lakk­rís­inn sem við Íslend­ing­ar átt­um í létt­um 'deil­um' út af fyr­ir alls ekki svo löngu síðan. Það skil­grein­ist samt ein­ung­is sem næst vin­sæl­asta daga­talið þar sem við erum nokkuð viss um að daga­talið frá Blush sé það vin­sæl­asta og skyldi eng­an undra.

Jóla­daga­töl­in frá Lakrids By Bu­low eru nú kom­in í for­sölu hafa til þessa selst hratt upp. Daga­töl­in litu fyrst dags­ins ljós árið 2011 og er orðið órjúf­an­leg­ur part­ur af jó­laund­ir­bún­ingi margra. Á bak við hvern glugga er ljúf­feng lakk­rís­upp­lif­un sem al­vöru lakk­rísaðdá­end­ur geta ekki látið fram­hjá sér fara en hægt er að panta daga­talið í vef­versl­un Epal - sem lofa glaðningi með öll­um forpönt­un­um. 

mbl.is/​Lakrids by Bu­low
mbl.is/​Lakrids by Bu­low
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert