Nýjasta TikTok æðið kemur verulega á óvart

Gulrætur eru hollar og næringarríkar.
Gulrætur eru hollar og næringarríkar. mbl.is/

Undanfarið hefur hrátt gulrótarsalat verið að trana sér fram á TikTok - en salatið er sagt að muni hjálpa til við að koma jafnvægi á hormónana okkar. Fólk hefur verið að hrósa hrásalatinu bak og fyrir á samfélagsmiðlum, er það er einnig talið hjálpa til við að losna við fitu á maga. Hér eru gulræturnar rifnar niður í skál og blandaðar saman við kókosolíu, eplaedik, sjávarsalt og svartan pipar. 

Næringarfræðingar vilja meina að gulrætur séu góðar fyrir okkur, en þær eru engin töfrandi ofurfæða. Gulrætur eru næringaríkar, trefjaríkar og halda þörmunum vel gangandi - sem er mikilvægt til að losa eiturefni úr líkamanum. Út frá því sjónarhorni, þá má einnig finna trefjar í öðru grænmeti og ávöxtum, eins belgjurtum, heilkornum, hnetum og fræjum - en trefjar hjálpa til við að metta magann og draga úr snakkáti. 

Að borða hrátt gulrótarsalat telst sem góður kostur í matardagbókina þína, en það má ekki búast við því að það lagi lífið á einni nóttu.

@wombhealingqueen Raw Carrot salad recipe to supper your body’s liver, digestive + thyroid function. #pcosawareness #cyclesyncing #seedcycling #fertilityawarenessmethod ♬ bota - record audios.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert