Hausttékklistinn mættur í hús

Gerum tékklista fyrir haustið og dekrum við okkur.
Gerum tékklista fyrir haustið og dekrum við okkur. mbl.is/Humdakin

Haustið hellist yfir okkur í orðsins fyllstu merkingu og það er ekkert annað í stöðunni en að taka vel á móti því. Hér er tékklisti sem gott er að hafa bak við eyrað fyrir haustið þegar eldhúsverkin, þrifin, rútínan og lægðirnar ná flugi. 

Tékklistinn fyrir haustið:

  • Lestu bókina sem þú hefur beðið með að lesa. 
  • Keyptu uppáhaldsnammið þitt eða -snakkið. 
  • Kveiktu á kertum. 
  • Horfðu á uppáhaldsmyndina þína frá barnæsku. 
  • Blandaðu saman máltíðum dagsins - fáðu þér morgunmat í kvöldmat, borðaðu eftirrétt á undan kvöldmatnum og prófaðu nýjar, framandi uppskriftir. 
  • Skipuleggðu helgarferð til að hafa eitthvað að hlakka til. 
  • Byrjaðu að huga að jólagjöfunum (ef þú ert sannkallað jólabarn það er að segja). 
  • Bakaðu uppáhaldsbrauðið þitt. 
  • Heimsæktu vin og fáið ykkur kaffisopa saman. 
  • Farðu í heita sturtu og dekraðu við sjálfa(n) þig með maska  og öðru sem lætur þér líða vel. 
  • Bókaðu tíma hjá nuddara, í klippingu eða annað sem lyftir sinninu upp. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka