Saumaklúbbsrétturinn sem slær alltaf í gegn

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þess­ar rjóma­osta­fylltu brauðboll­ur slá ávallt í gegn í sauma­klúbb­um og veisl­um af öll­um stærðum og gerðum. Þeim svip­ar til hvít­lauks­brauðs, nema þær eru bara svo miklu meira, betra og skemmti­legra,“ seg­ir Berg­lind Guðmunds­dótt­ir á GRGS um þess­ar girni­legu boll­ur.

„Fljót­leg­ar í gerð og ein­falt að taka í sund­ur. Það er al­veg ráðlegt að tvö­falda upp­skrift­ina því þess­ar hverfa hratt.“

Saumaklúbbsrétturinn sem slær alltaf í gegn

Vista Prenta

Osta­fyllt­ar brauðboll­ur

  • 6 stk. brauðboll­ur (fást frosn­ar í mat­vöru­versl­un­um)
  • 2 dl rif­inn Mozzar­ella­ost­ur frá Gott í mat­inn
  • 200 g rjóma­ost­ur með graslauk og lauk frá MS
  • 100 g smjör
  • 2 tsk. Dijon sinn­ep
  • 2 tsk. ít­alskt krydd
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 tsk. svart­ur pip­ar
  • vor­lauk­ur til skrauts

Aðferð:

  1. Afþíðið brauðboll­urn­ar og skerið 3-4 lín­ur í brauðboll­urn­ar langs­um og þvers­um. Látið skurðinn ná neðarlega í boll­urn­ar, en þó ekki al­veg niður.
  2. Setjið rjóma­ost og mozzar­ella í skál og blandið vel sam­an.
  3. Látið blönd­una í skurðinn á brauðboll­un­um.
  4. Bræðið smjörið og látið Dijon sinn­ep, ít­alskt krydd, sjáv­ar­salt og svart­an pip­ar sam­an við.
  5. Dreypið smjör­blönd­unni yfir ost­inn á brauðboll­un­um með skeið.
  6. Setjið á bök­un­ar­plötu og bakið við 180°C í um 15 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðinn og brauðboll­urn­ar eru farn­ar að fá gyllt­an lit.

Höf­und­ur: Berg­lind Guðmunds­dótt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka