Heimagert súkkulaðismjör sem krakkarnir elska

Súkkulaðismjör er einstaklega gott sem álegg á nýtt brauð.
Súkkulaðismjör er einstaklega gott sem álegg á nýtt brauð. mbl.is/Getty

Súkkulaði ofan á brauð er alltaf vinsælt á borðum - og hér er uppskrift að heimagerðri súkkulaðimyrju sem smakkast eins og Nutella. Einfalt í framreið og yndisaukandii fyrir sælkeranagga. 

Heimagert súkkulaðismjör sem krakkarnir elska

  • 200 gr. heslihnetur
  • 150 gr. sykur
  • 1 msk. vínberjaolía
  • 100 gr. dökkt súkkulaði
  • 1 msk. kakó
  • Vanillusykur á hnífsoddi
  • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180 gráður. Dreifið hnetunum á bökunarpappír á bökunarplötu og ristið í ofni í 10 mínútur, þar til þú ferð að finna ilminn leika um húsið. Nuddið eins mikið af hýðinu af hnetunum, og hér er gott að nota t.d. viskastykki. Blandið því næst hnetunum saman við sykurinn. 
  2. Fínsaxið hneturnar í blandara og bætið olíu saman við. 
  3. Saxið súkkulaðið smátt og bætið við hneturnar, kakkó, vanillusykur og salt. Blandið saman á lágri stillingu þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandast vel saman við. 
  4. Hellið súkkulaðinu í glerílát og geymið í kæli. Smyrjið ofan á brauð eða notið á köku. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka