Ómótstæðilegur ítalskur pastaréttur með ferskum mozzarella

Ljósmynd/Linda Ben

Hér höfum við einstaklega gómsætan pastarétt með ítölsku salami, sólþurrkuðum tómötum, þistilhjörtum, fersku basil og mozzarella-kúlum.

Uppskriftin er úr smiðju Lindu Ben sem klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Ítalskur salami-pastaréttur með ferskum mozzarella

  • 300 g heilkornapastaskrúfur frá Barilla
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 115 g ítalskt salami frá SS (eitt bréf)
  • 280 g þistilhjörtu
  • 100 g sólþurrkaðir tómatar
  • 35 g ristaðar furuhnetur
  • 1/4 tsk. þurrkaðar chili-flögur
  • 1 msk. ferskt timjan (lauf af u.þ.b. 5 stönglum)
  • Salt og pipar
  • 1 stór hnefi fersk basilíka
  • 2 mozzarella-kúlur
  • 1 msk extra virgin ólífuolía

Aðferð:

  1. Sjóðið Barilla-skrúfurnar samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið laukinn smátt og steikið á pönnu upp úr u.þ.b. 1 msk af ólífuolíu. Skerið salami-ið niður í bita og bætið út á pönnuna ásamt þistilhjörtum og sólþurrkuðum tómötum (ath.: það gæti verið gott að skera tómatana aðeins niður fyrst).
  3. Bætið því næst út á pönnuna ristuðum furuhnetum, þurrkuðu chili, fersku timjan og salt og pipar eftir smekk.
  4. Bætið soðna pastanu út á pönnuna og hrærið öllu vel saman. Slökkvið á hitanum undir pönnunni.
  5. Setjið ferskt basil yfir og rífið mozzarellakúlurnar yfir. Hellið extra virgin ólífuolíu yfir.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert