Ilmkerti sem kveikja á skynfærunum

Ný ilmkerti frá MENU - fáanleg í fimm mismunandi ilmum.
Ný ilmkerti frá MENU - fáanleg í fimm mismunandi ilmum. mbl.is/MENU

Danska vörumerkið MENU, hefur löngu stimplað sig inn með fallegar heimilisvörur og nú í fyrsta sinn með ilmkerti. 

MENU kynnti á dögunum nýja vörulínu er kallast 'Oflacte' - og samanstendur af fimm mismunandi ilmum. Hver og einn ilmur er hannaður með það í huga að kveikja á öllum skynfærunum og eru framleiddir úr náttúrulegum olíum og plöntuvaxi. Kertin koma í reyklituðum glerglösum og eru fáanleg í þremur stærðum. 

Ilmirnir sem í boði eru:

  • Chapter - blanda af sítrónu og kardimommu. 
  • Private View - rómantískur ilmur með vanillukeim og mandarínu. 
  • Wet Ink - fersk mynta og grape ávöxtur, ráða hér ferðinni ásamt sedrusviði.
  • Midnight Soak - blanda af fíkjum, lavander og appelsínu sem róa taugarnar. 
  • En Passant - mjúkur blómailmur sem nærir hugann. 
mbl.is/MENU
mbl.is/MENU
mbl.is/MENU
mbl.is/MENU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert