Fallegir borðstofustólar setja sinn svip á borðhaldið, sem og maturinn og fólkið sem situr til borðs. Hér eru nokkrir stólar sem okkur þykja afskaplega fínir og fást hér á landi.
Hönnunarklassík af fallegustu gerð, hannaður af Hans J. Wegner. Stóllinn fæst í Epal.
Þægilegur borðstofustóll í flauelsáklæði á snúningsfæti - fæst í Tekk Habitat.
Borðstofustóll úr gegnheilli hvítolíuborinni eik og með leðursessu. Fæst í ILVA.
Smart stóll frá Wendelbo, fáanlegur í ótal útfærslum. Stólinn má finna í Módern.
Sjöuna ættu flestir að kannast við, en stóllinn er hönnun frá Arne Jacobsen og fæst í Epal.
Bólstraður stóll með stálfótum frá Andrea World. Hægt að fá í ótal litum sem og leðri - stóllinn fæst í Casa.
Þægilegur stóll með svartri grind og brúnu leðri, en einnig hægt að fá með svörtu leðri. Fæst í Vogue fyrir heimilið.