Tekur Hrekkjavökunni mögulega of alvarlega

Sara Adams og fjölskylda, heldur hrekkjavökuna hátíðlega frá júlí til …
Sara Adams og fjölskylda, heldur hrekkjavökuna hátíðlega frá júlí til október - ár hvert. mbl.is/Collect/PA Real Life

Fimm barna móðir nokkur, tekur hrekkjavökuhátíðina alvarlegri augum en flest okkar – og skreytir heimilið hátt og lágt í júlí og fram í október. 

Í byrjun júlí, tekur Sara Adams sig til og skreytir húsið með ófrínilegum dúkkum, kóngulóarvefjum og graskerum. En skreytingar kosta hátt í 600 þúsund! Þessa fjóra mánuði yfir árið keyrir ekkert annað en hryllingsmyndir í sjónvarpinu, eða eins hryllilegar og börnin þola. Fjölskyldan elskar að klæða sig upp eins og Addams fjölskyldan (hin eina og sanna), og fer reglulega í gervi. Meira segja yngsta barnið á heimilinu kúrir með Chucky dúkku þegar hann fer að sofa. 

Sara segist ekki hafa haldið upp á hrekkjavökuna sem barn og sé hálfpartinn að bæta upp fyrir glataðan tíma. Á hrekkjavökunni sjálfri hengir fjölskyldan upp litla poka með nöfnunum þeirra, sem Sara sér til að fylla af alls kyns góðgæti til að njóta. Hún hefur einnig haldið bíókvöld þar sem hún bakaði smákökur sem litu út eins og bíómiðar sem gestir gátu nartað á yfir myndinni - og það þykir okkur metnaður. 

mbl.is/Collect/PA Real Life
mbl.is/Collect/PA Real Life
mbl.is/Collect/PA Real Life
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert