Tólf staðir á heimilinu sem eru morandi í bakteríum

Það leynast bakteríubombur víða á heimilum.
Það leynast bakteríubombur víða á heimilum. mbl.is/Muuto

Það er alveg sama hversu hreinleg við erum og göngum vel frá eftir okkur, þá leynast litlar bakteríusprengjur víða á heimilinu. Hér er gátlisti fyrir þá staði eða hluti sem vert er að þrífa reglulega og þá vitnum við ekki í almennan gólfþvott eða að þurrka af, því það er algjört lágmark að gera vikulega. 

Tólf staðir á heimilinu sem mora af bakteríum

  • Sjónvarpsfjarstýringin
  • Koddinn þinn (ber að skipta út á þriggja ára fresti)
  • Baðskrúbbur/hanski
  • Augnlinsubox
  • Uppþvottaburstar
  • Förðunarburstar
  • Snyrtibuddan, veskið og íþróttataskan
  • Farsíminn 
  • Yfirdýnan í rúminu
  • Tannburstinn
  • Peningar - í veski, sparibauknum eða í jakkavasanum
  • Hundakarfan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert