Við þekkjum litlu óvelkomnu flugurnar sem fylgja ávöxtum og þá sérstaklega bönunum - og þetta er eina rétta leiðin til að losna við þær.
Það gæti vel verið að við séum hér með besta 'ávaxtafluguhakk' allra tíma og aðferðin er einföld. Þrifspekúlantar þarna úti vilja meina að til að losna við litlu flugurnar sem setjast oftast að í ávöxtum en einnig í gerjuðum bjór, víni, ruslafötum og niðurföllum - þá væri best að þvo bananana þegar þú kemur með þá heim úr búðinni. Flugurnar verpa nefnilega eggjum á bananana og þegar þú kemur með þá heim, þá klekjast eggin út og flugurnar gera vart við sig. Þá er gott að losa bananana í sundur, því flugurnar eiga það til að leggja eggjunum við stöngulinn. Alls ekki flókið - en sannarlega gott að vita.