Jamie Oliver mættur aftur í veitingabransann

Eftir að veitingastaðir Jamie Oliver's lokuðu árið 2019  hefur hann opnað nýjan stað með breyttu sniði í London.

Veitingastaðurinn 'Pasta Dreams' er eingöngu til að taka með út úr húsi, því tilvalinn fyrir þá sem kjósa að borða matinn heima í kósígallanum. Á boðstólnum eru pastaréttir, kjötplattar, hvítlauksbrauð og sterkar ólífur - kokkurinn mælir þó ekki síður með eftirréttinum, tiramisu, sem er af betri gerðinni. Eins ber að nefna að yfir tíu þúsund tímar fóru í að prufukeyra pastaréttina, smakka þá til og velja rétta hráefnið. 

Jamie Oliver hefur opnað nýjan veitingastað.
Jamie Oliver hefur opnað nýjan veitingastað. mbl.is/Richard Clatworth /Jamie Oliver Enterprises Ltd
mbl.is/Richard Clatworth /Jamie Oliver Enterprises Ltd
mbl.is/Richard Clatworth /Jamie Oliver Enterprises Ltd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert