Dökkgrænn marmari, glansandi svartar flísar og skúlptúruð lýsing mætir hér grófum steinveggjum á veitingastað í Montréal - og útkoman er geggjuð.
Í Rosemére á norðurbakka borgarinnar Montréal, opnaði veitingastaðurinn Piatti fyrir 15 árum síðan - í gamalli steinbyggingu sem áður hýsti verslunarrými. Veitingastaðurinn hefur hlotið heilmiklar endurbætur eftir að eldur braust út á staðnum fyrir rúmu ári síðan, en það voru Ivy Studio sem tóku verkefnið að sér.
Úkoman er nútímaleg og innblásin af ítalskri hönnun, þar sem áferð, efni og litir taka viðskiptavini með til Miðjarðarhafsins. Hér má sjá pítsaofn í grænum Saint-Denis marmara, svartar gólfflísar og speglavegg sem stækkar rýmið til muna. Eins eru sérsniðnir stólar við barinn með rauðu flauelsáklæði og rjómalakkaðir lampar. Sannkölluð veisla fyrir augun og bragðlaukana! Fyrir áhugasama, þá má skoða matseðilinn og staðinn nánar HÉR.