Kókoskúlurnar sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Þessa uppskrift útbjó dóttir mín, Elín Heiða fyrir bókina sína Börnin baka sem kom út í fyrra,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessa dýrindis uppskrift.

„Hér þarf að vera tilbúinn að hnoða saman og verða pínu súkkulaðihúðaður á höndunum á meðan verið er að rúlla í kúlur. Þá er gott að þvo sér um hendurnar og velta næst kúlunum upp úr kókosmjöli.“

Kókoskúlur uppskrift

  • 200 g smjör við stofuhita
  • 80 g sykur
  • 60 g púðursykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 30 g bökunarkakó
  • 240 g Til hamingju tröllahafrar
  • 3 msk. vatn
  • 150 g Til hamingju kókosmjöl (til að velta upp úr)

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin nema kókosmjöl í skál og hnoðið saman í höndunum.
  2. Rúllið í litlar kúlur sem eru svipaðar á stærð og veltið upp úr kókosmjöli.
  3. Kælið í að minnsta kosti klukkustund.
View this post on Instagram

A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert