Svona verður pannan eins og ný!

Kartöflur eru til margs brúks!
Kartöflur eru til margs brúks! mbl.is/Shutterstock

Við þurfum að fara vel með dýrmætu steypujárnspönnurnar okkar til að þær endist okkur ævina út - eða svo gott sem. Og þá er þetta aðferðin til að lengja í henni lífið. 

Það þykir ekki ráðlagt að nota sápuvatn á steypujárnið, en einhverja aðferð þurfum við nú samt að beita til að þrífa brenndar matarleifar af pönnunni. Kartöflur eru sagðar vera þær bestu til það þrífa óhreinindin af pönnunni með því að skera slíka til helminga og nudda pönnuna vel með 'kartöflusárið' niður á við. Gott er að strá grófu salti á pönnuna sem mun rífa óhreinindin upp þegar þú nuddar kartöflunni saman við. Skolið vel og þurrkið - og pannan verður sem ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert