Aðventudagadal og jólasúkkulaði Omnom komið út

Jólasúkkulaðið frá Omnom er lent!
Jólasúkkulaðið frá Omnom er lent! mbl.is/Omnom

Í fjórða sinn hring­ir Omnom inn jól­in með vetr­ar­línu sinni sem sæl­ker­ar þessa lands og víðar, mega ekki láta fram hjá sér fara. 

Líkt og fyrri ár inni­held­ur vetr­ar­lín­an þrjú góm­sæt súkkulaðistykki sem öll sækja inn­blást­ur í mat­ar­hefðir, bragðtóna og venj­ur sem hringja inn jól­in. En þar eru súkkulaðipés­arn­ir á Grand­an­um svo sann­ar­lega á heima­velli og gera það vel. Fal­lega mynd­in sem prýðir umbúðirn­ar að þessu sinni, er verk eft­ir Jor­inde, eða ol­íu­mál­verk á striga með beina vís­un í ljósa­skipt­in í vetr­ar­dýrðinni. 

Í vetr­ar­línu Omnom má finna:
Dark Nibs + Raspberries
Hátíðlega fag­urrauð hind­ber með sinn sér­staka sæta keim, pöruð með væn­legu dassi af kakónibb­um og dökku súkkulaði frá Madagskar full­komna pakk­ann. 

Milk + Cookies 
Smá­kök­urn­ar liggja í ljúf­um faðmi Madaga­sk­ar mjólk­ursúkkulaðis og sam­an er þetta par ósigrandi. 

Spiced White + Cara­mel
Inn­blásið af malti og app­el­síni. Við vild­um fanga þessa hefð með okk­ar eig­in hætti í ein­stöku súkkulaði sem er sann­kallaður óður til jól­anna.

Vetrarlína Omnom inniheldur þrjú súkkulaði - í fagurlega skreyttum umbúðum.
Vetr­ar­lína Omnom inni­held­ur þrjú súkkulaði - í fag­ur­lega skreytt­um umbúðum. mbl.is/​Omnom

Þetta er svo sann­ar­lega ekki allt, því Omnom kynn­ir einnig glæsi­lega gjafa­öskju í til­efni af aðvent­unni. Hver og ein bragðupp­lif­un kem­ur í vandaðri tindós sem nýt­ur sín vel sem skraut á jóla­trénu eða á fal­legri aðventu­grein. Advent Sundays er munaður fyr­ir bragðlauk­ana. 

Í gjafa­öskj­unni má finna:

  • Ristaðar möndl­ur hjúpaðar með dökku súkkulaði og þurrkuðum hind­berj­um
  • Mokkasúkkulaðirús­ín­ur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði
  • Saltaðar möndl­ur hjúpaðar með kara­mellusúkkulaði
  • Mjólk­ursúkkulaðihúðaðar hesli­hnet­ur
mbl.is/​Omnom
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert