Í fjórða sinn hringir Omnom inn jólin með vetrarlínu sinni sem sælkerar þessa lands og víðar, mega ekki láta fram hjá sér fara.
Líkt og fyrri ár inniheldur vetrarlínan þrjú gómsæt súkkulaðistykki sem öll sækja innblástur í matarhefðir, bragðtóna og venjur sem hringja inn jólin. En þar eru súkkulaðipésarnir á Grandanum svo sannarlega á heimavelli og gera það vel. Fallega myndin sem prýðir umbúðirnar að þessu sinni, er verk eftir Jorinde, eða olíumálverk á striga með beina vísun í ljósaskiptin í vetrardýrðinni.
Í vetrarlínu Omnom má finna:
Dark Nibs + Raspberries
Hátíðlega fagurrauð hindber með sinn sérstaka sæta keim, pöruð með vænlegu dassi af kakónibbum og dökku súkkulaði frá Madagskar fullkomna pakkann.
Milk + Cookies
Smákökurnar liggja í ljúfum faðmi Madagaskar mjólkursúkkulaðis og saman er þetta par ósigrandi.
Spiced White + Caramel
Innblásið af malti og appelsíni. Við vildum fanga þessa hefð með okkar eigin hætti í einstöku súkkulaði sem er sannkallaður óður til jólanna.
Þetta er svo sannarlega ekki allt, því Omnom kynnir einnig glæsilega gjafaöskju í tilefni af aðventunni. Hver og ein bragðupplifun kemur í vandaðri tindós sem nýtur sín vel sem skraut á jólatrénu eða á fallegri aðventugrein. Advent Sundays er munaður fyrir bragðlaukana.
Í gjafaöskjunni má finna: